Nebosja kveðjur og ÍA leitar að nýjum þjálfara

 

Nebojsa Knezevic, sem hefur þjálfað meistaraflokk Körfuknattleiksfélags ÍA undanfarin tvö ár er á förum frá félaginu. 

Nebojsa hefur jafnframt verið yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu, auk þess sem hann þjálfaði 8. flokk stúlkna og 7. flokk drengja.

 „Við þökkum Nebo fyrir sitt framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis í þeim verkefnum sem hann tekur að sér í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá félaginu. 

Lið ÍA hefur á undanförnum tveimur timabilum leikið í úrslitakeppni næst efstu deildar Íslandsmótsins. Liðið endaði í 8. sæti og lék gegn liði Fjölnis í úrslitakeppninni þar sem að ÍA féll úr leik.