Skagakonan Eva Björg Ægisdóttir fær frábæra dóma fyrir ensku útgáfuna á glæpasögunni „Strákar sem meiða“ eða Boys Who Hurt.
The Times, sem er eitt virtasta dagblað Bretlandseyja segir í dómi sínum að bókin sé ein af fimm bestu glæpasögum júnímánaðar.
Fyrr á þessu ári fékk Eva Björg Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann fyrir bók sína Heim fyrir myrkur.
Bókin verður jafnframt framlag íslands til Norrænu glæpasagnaverðlauna Glerlykilsins.
Eva Björg var útnefnd sem bæjarlistamaður Akraness árið 2023.