Óskar Þór tekur við þjálfarakeflinu hjá ÍA í körfunni

Forráðafólk Körfuknattleiksfélags ÍA var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk karla sem leikur í næst efstu deild Íslandsmótsins á næstu leiktíð. 

Samningur Nebojsa Knezevic, sem þjálfaði hefur liðið undanfarin tvö ár var á enda – og ákvað félagið að róa á önnur mið,.

Óskar Þór Þorsteinsson tekur við liðinu en hann verður samhliða yfirþjálfari yngri flokka félagsins auk þess að þjálfa yngri iðkendur.

Óskar 27 ára og hefur töluverða reynslu af þjálfun í meistaraflokki. Hann er uppalinn hjá Stjörnunni í Garðabæ en hefur undanfarin tvö ár þjálfað Þór Akureyri þar sem liðið fór nokkuð óvænt í undanúrslit 1. deildar. Sem þjálfari Stjörnunnar í yngri flokkum frá 2015 – 2022 skilað hann fimm Íslandsmeistaratitlum í hús.