Stóriðjuskóli Norðuráls var settur á laggirnar árið 2012 og nýverið útskrifuðust fimmtán einstaklingar úr framhaldsnámi skólans. Alls hafa 177 nemendur útskrifast á þessum 12 árum úr náminu.
Verðlaun fyrir góðar framfarir og ástundun hlaut Sigurþór Frímannsson. Þetta kemur fram í tilkynningu sem er í heild sinni hér fyrir neðan.
„Markmiðið er að þeir starfsmenn fyrirtækisins sem ljúka náminu öðlist meiri starfsánægju og sjálfstraust með aukinni færni, þekkingu og skilningi á lykilferlum við örugga og hagkvæma framleiðslu á áli. Að sama skapi eykur námið verðmætasköpun, styrkir samkeppnisstöðu fyrirtækisins og gerir vinnustaðinn eftirsóknarverðari.
Útskriftarnemarnir Sveinung Eidem, Guðjón J. Kristjánsson, Guðni Karl Brynjólfsson, Sverrir Ingi Hallgrímsson, Sigurður Böðvarsson, Styrmir Þór Tómasson, Hólmar Eyfjörð Hreggviðsson, Tómas Helgi Tómasson, Þorsteinn Jónsson, Erlendur Ottesen, Sigurþór Frímannsson, Sjöfn Jónsdóttir, Uchechukwu Michael Eze, Pálmi Gunnlaugsson og Hannes Örn Stefánsson. Með þeim á myndinni er Sigrún Helgadóttir, frkvstj. Norðuráls Grundartanga, Magnús Smári Snorrason, fræðslustjóri Norðuráls, og Guðrún Vala Elísdóttur, frkvstj. Símenntunar á Vesturlandi.
Boðið er upp á grunn- og framhaldsnám við skólann sem hvort um sig nær yfir þrjár annir. Grunnnámið er fyrir ófaglærða starfsmenn. Framhaldsnámið er ætlað iðnaðarmönnum og þeim sem hafa útskrifast úr grunnnáminu.
Norðurál er í samstarfi við Símenntun á Vesturlandi og Fjölbrautarskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni.
Við óskum útskriftarnemunum okkar til hamingju með áfangann og frábæran árangur!
Útskriftarnemarnir Sveinung Eidem, Guðjón J. Kristjánsson, Guðni Karl Brynjólfsson, Sverrir Ingi Hallgrímsson, Sigurður Böðvarsson, Styrmir Þór Tómasson, Hólmar Eyfjörð Hreggviðsson, Tómas Helgi Tómasson, Þorsteinn Jónsson, Erlendur Ottesen, Sigurþór Frímannsson, Sjöfn Jónsdóttir, Uchechukwu Michael Eze, Pálmi Gunnlaugsson og Hannes Örn Stefánsson. Með þeim á myndinni er Sigrún Helgadóttir, frkvstj. Norðuráls Grundartanga, Magnús Smári Snorrason, fræðslustjóri Norðuráls, og Guðrún Vala Elísdóttur, frkvstj. Símenntunar á Vesturlandi.