Bestu kylfingar landsins keppa um Íslandsmeistaratitil á Garðavelli

Íslandsmótið í holukeppni 2024 í karlaflokki fer fram á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni dagana 22.-24. júní. Fyrst var keppt um titilinn árið 1988 og er þetta 36. mótið í röðinni. Bestu kylfingar landsins mæta til leiks í þetta mót – og fjórir keppendur eru frá Golfklúbbnum Leyni. 

Í fyrri hluta Íslandsmótsins í holukeppni, sem fram fer laugardaginn 22. júní er leikinn 36 holu höggleikur án forgjafar, þar sem sextán efstu keppendurnir komust áfram í útsláttarkeppni.

Að höggleik loknum eru leiknar fjórar umferðir í holukeppni.

1. umferð fyrir hádegi sunnudaginn 23. júní, 16 manna úrslit.
2. umferð eftir hádegi sunnudaginn 23 júní, 8 manna úrslit.
3. umferð fyrir hádegi mánudaginn 24. júní. Undanúrslit, 4 manna úrslit.
4. umferð eftir hádegi mánudaginn 24. júní: Úrslit, leikur um 3. sætið og úrslitaleikur.

Gert er ráð fyrir að úrslitaleikirnir hefjist um kl. 12:30 mánudaginn 24. júní, og mótslok eru áætluð um 16:45.

Keppendur eru alls 72 og koma þeir frá 11 mismunandi klúbbum. Flestir keppendur eru frá Golfklúbbi Reykjavíkur, eða 19 alls. Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 12 og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er með 8 keppendur.

Í keppendahópnum eru fjórir fyrrum sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni. Aron Snær Júlíusson, GKG, mætir í titilvörnina, Kristján Þór Einarsson, GM hefur tvívegis sigrað (2009 og 2014), Sigurður Bjarki Blumenstein, GR sigraði árið 2022 og Jón Karlsson, GR sem sigraði árið 1991 eða fyrir 33 árum.

Nánar á golf.is 

Kylfingarnir frá Leyni eru Tristan Traustason, Birkir Baldursson, Kári Kristvinsson og Guðlaugur Þór Þórðarson.