SkagaTV: Frábær stemning á Írska hjartanu í troðfullri Bíóhöll

Frábær stemning var á tónleikum sem fram fóru í kvöld í Bíóhöllinni á Akranesi þar sem að tónlistarfólk frá Akranesi flutti írska tónlist í tilefni þess að bæjarhátíðin írskir dagar fara fram um næstu helgi.

Húsfyllir var á tónleikunum og kunnu gestir vel að meta framlag flytjenda en HEIMA-SKAGI og Söngdætur Akraness stóðu saman að Írska hjartanu –
Á efnisskránni voru írsk þjóðlög í bland við nýrri tónlist eftir Sinéad O´Connor, Damien Rice, U2, og The Pogues, ásamt fleiri lögum.

Ólafur Páll Gunnarsson tengdi músíkina saman með sögum af lögum, stöðum og fólki.

Hljómsveit Írska hjartans var þannig skipuð:

Flosi Einarsson – hljómsveitarstjórn, píanó og hljómborð
Skúli Ragnar Skúlason – fiðla
Eðvarð Lárusson – strengjahljóðfæri
Birgir Baldursson – slagverk
Rut Berg Guðmundsdóttir – dragspil
Saidhbhe Emily Canning – tinflauta
Ólafur Páll Gunnarsson – gítar

Söngvarar kvöldins voru þau:

Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Hulda Gestsdóttir
Ylfa Flosadóttir
Rakel Pálsdóttir
Valgerður Jónsdóttir
Saidhbhe Emily Canning
Björgvin Þór þórarinsson
Jónína Björg Magnúsdóttir
Gísli Gíslason

Sérstakur gestur kvöldsions var Þjóðlagasveitin Slitnir Strengir sem var að koma fram eftir langt hlé.