ÍA vann 8-0 stórsigur gegn HK á heimavelli í dag í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Framherjinn Viktor Jónsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í leiknum.
Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði fyrsta markið á 5. mínútu, norski varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg kom ÍA í 2-0 á 23. mínútu, og Jón Gísli bætti við þriðja markinu á 34. mínútu.
Þá var komið að framherjanum Viktori Jónssyni sem skoraði næstu fjögur mörk ÍA, á 45., 72., 75 og 83. mínútu. Varnarmaðurinn Johannes Vall skoraði áttunda mark ÍA á 88. mínútu. Varnarlína ÍA skoraði alls fjögur mörk í leiknum.
Þessi sigur er einn sá stærsti hjá ÍA í efstu deild.
Stærstu sigrar ÍA eru:
10:1 gegn Breiðabliki, A-deild 1973
10:1 gegn Víkingum, A-deild 1993
9:0 gegn Keflavík, A-deild 1959
9:0 gegn Haukum, B-deild 1991
ÍA er í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig eftir 13 umferðir.