Jakob Svavar og Skarpur frá Kýrholti sigruðu í A-úrslitum í tölti

Skagamaðurinn Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti sigruðu í A-úrslitum í tölti á Landsmóti hestamanna 2024. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Jakob Svavar fagnar þessum titli – sem er einn sá stærsti á hverju ári í hestaíþróttinni. 

Jakob Svavar er félagi í hestamannafélaginu Dreyra á Akranesi og hefur hann verið í fremstu röð knapa á Íslandi undanfarin ár. 

Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum og Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti voru í nokkrum sérflokki í þessari keppni. 

Hér má sjá niðurstöður A-úrslita í tölti:

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1. Jakob Svavar Sigurðsson / Skarpur frá Kýrholti 9,39
2. Árni Björn Pálsson / Kastanía frá Kvistum 9,06
3. Gústaf Ásgeir Hinriksson / Assa frá Miðhúsum 8,72
4. Teitur Árnason / Fjalar frá Vakurstöðum 8,44
5. Mette Mannseth / Hannibal frá Þúfum 8,28
6. Páll Bragi Hólmarsson / Vísir frá Kagaðarhóli