Undanfarin ár hefur Golfklúbburinn Leynir sett af stað Fuglasöfnun með því að árangustengja spilamennsku kylfinga í Meistaramóti klúbbsins.
Golfklúbburinn hefur frá upphafi hlotið mikillar góðvildar frá fyrirtækinu Skipavík í Stykkishólmi sem hefur lagt til 500 kr. fyrir hvern fugl (birdie) sem kylfingar fá í þessu skemmtilega móti.Golfklúbbnum Leyni hefur ákveðið að tileinka Fuglasöfnunina í ár og minnast um leið góðs vinar, Péturs Sigurðssonar félagsmanns sem lést þann 23. júní s.l. eftir hetjulega baráttu í kjölfar vinnuslyss.
Pétur var til margra ára einstaklega öflugur félagsmaður og ávallt reiðubúinn að leggja fram hjálparhönd sem sjálfboðaliði og taka virkan þátt í mótahaldi og félagslífi klúbbsins.
Fjölskylda Péturs hefur ákveðið að upphæðin muni renna óskipt til Styrktarfélagsins Vonar en félagið styrkir skjólstæðinga gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi.
Golfklúbburinn Leynir vill benda ykkur á að enn er hægt að láta gott af sér leiða með því að taka þátt í söfnun í Minningarsjóð Péturs Sigurðssonar með því að millifæra á reikning klúbbsins kt. 580169-6869 banki: 0133-15-008005.
Styrktarfélagið Von er fjölskyldu Péturs ofarlega í huga þar sem það reyndist þeim einstaklega vel á erfiðum tímum.
Um leið og Golfklúbburinn Leynir vottar fjölskyldu og vinum Péturs samúðarkveðjur þá hvetjum vð félagsmenn til dáða í Fuglasöfnuninni