Stefán Orri og Ruth Akranesmeistarar í golfi 2024

Meistaramót Golfklúbbsins Leynis fór fram dagana 9.-13. júlí og hafa aldrei verið fleiri keppendur. Alls hófu 158 kylfingar keppni en leikið var í fjölmörgum flokkum hjá konum og körlum. 

Verðlaunaafhending fór fram í gær í frístundamiðstöðinni Garðavöllum. Stefán Orri Ólafsson og Ruth Einarsdóttir eru Akranesmeistarar 2024 í golfi en úrslit mótinu má nálgast í hlekknum hér fyrir neðan.

Smelltu hér fyrir úrslit mótsins: 

Aðstæður voru krefjandi á meðan mótið fór fram, þar sem að veðrið lék stórt hlutverk. Lokaumferðin var felld niður á laugardaginn vegna úrkomu en Garðavöllur var á floti eftir miklar rigningu og ekki leikhæfur.  

 

Meistaraflokkur karla: 

Frá vinstri: Sveinbjörn Guðmundsson, Stefán Orri Ólafsson og Tristan Freyr Traustason. 

Stefán Orri Ólafsson, Akranesmeistari í karlaflokki 2024. 

1. flokkur karla: 

Davíð Búason, sigurvegari í 1. flokki karla. Hann hafði betur á 4. holu í bráðabana um sigurinn gegn Inga Fannari Eiríkssyni. 

Frá vinstri: Búi Örlygsson, Davíð Búason og Ingi Fannar Eiríksson. 

1. flokkur kvenna: 

Frá vinstri: Ragnheiður Jónasdóttir, Ruth Einarsdóttir og Helga Rún Guðmundsdóttir. 

Ruth Einarsdóttir, sigurvegari í 1. flokki kvenna og Akranesmeistari kvenna 2024. 

2. flokkur karla:

Frá vinstri: Fylkir Jóhannsson, Þorsteinn Jónsson og Einar Gestur Jónasson. Fylkir hafði betur í bráðabana um þriðja sætið. 

Þorsteinn Jónsson sigurvegari í 2. flokki karla 2024:

2. flokkur kvenna: 

Frá vinstri: Helena Steinsdóttir, Elín Anna Viktorsdóttir og Ella María Gunnarsdóttir. 

Elín Anna Viktorsdóttir, sigurvegari í 2. flokki kvenna 2024. 

3. flokkur karla:

Páll Sindri Einarsson og Unnar H. Eyfjörð Fannarsson. 

Unna H. Eyfjörð Fannarsson sigurvegari í 3. flokki karla 2024. 

3. flokkur kvenna:

Þórgunnur Stefánsdóttir og Halldóra Andrea Árnadóttir. 

Þórgunnur Stefánsdóttir, sigurvegari í 3. flokki kvenna 2024. 

4. flokkur karla: 

Frá vinstri: Kolbeinn Hróar Búasson, Björn Ingi Bjarnason og Valgeir Valdi Valgeirsson. 

Björn Ingi Bjarnason, sigurvegari í keppni 4. flokks karla 2024. 

Öldungaflokkur +50 ára karlar: 

Frá vinstri: Heimir Fannar Gunnlaugsson, Hilmar Halldórsson, sem tók við verðlaunum fyrir föður sinn, Halldór Hallgrímsson, og Haraldur Hinriksson. 

Öldungaflokkur karla +65 ára:

Frá vinstri. Óli B. Jónsson stjórnarmaður GL, Sigurður Grétar, Hinrik Árni og Hróðmar Halldórsson formaður GL.

Hinrik Árni Bóasson, öldungameistari +65 ára 2024. 

Öldungaflokkur konur +60 ára

Ingunn Ríkharðsdóttir, öldungameistari +60 ára 2024.  

Frá vinstri: Ingunn Ríkharðsdóttir og Guðrún Ingólfsdóttir.

Opinn flokkur – úrslit. 

Frá vinstri: Óli B,. Jónsson stjórnarmaður GL, Morten, Kristín, Arndís og Hróðmar Halldórsson formaður GL Mynd/skagafrettir.is