Velferðar – og mannréttindaráð Akraness leggur það til við bæjaráð að í haust verði lagt af stað með heilsueflandi verkefni fyrir eldra fólk.
Tillaga þess efnis var samþykkt í ráðinu nýverið og má gera ráð fyrir að tillagan fái jákvæð viðbrögð í bæjarráði og bæjarstjórn Akraness.
Um er ræða tilraunaverkefni í samstarfi við ÍA og tímaramminn september – desember á þessu ári. ÍA mun annast allt utanumhald verkefnisins, auglýsingar, undirbúning, þjálfun, eftirfylgni og mælingar.
Framlag Akraneskaupstaðar verður allt að kr. 900.000 á mánuði eða 3,6 milljónir kr. í heildina á þessu ári.