Káramenn hafa staðið sig vel á Íslandsmótinu í knattspyrnu og Fótbolti.net bikarsins.
Kári leikur í átta liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins á útivelli gegn liði Tindastóls – og fer leikurinn fram á Sauðárkróki 6. ágúst.
Liðið er í efsta sæti 3. deildar Íslandsmótsins eftir 13 umferðir. Kári er með 30 stig og fjórum stigum fyrir ofan Árbæ sem er í öðru sæti.
Undanúrslitin fara fram 21. september og úrslitaleikurinn er á Laugardalsvelli þann 27. september.
Liðin sem leika í 8-liða úrslitum eru:
Selfoss – Haukar
Augnablik – KFA
Vængir – Árbær
Tindastóll – Kári