Skátar fá byr undir báða vængi með nýjum leigusamningi í Skorradal

 

Skátafélag Akraness og íslenska ríkið hafa komist að samkomulagi að Skátafélagið fái langtímasamning um leigu á landi fyrir Skátafell í Skorradal. 

Samningur þess efnis var undirritaður nýverið og fær Skátafélagið 20 ára leigusamning í landi íslenska ríkisins við Skorradal.

Skátafélagið hefur verið að aðstöðu við Skorradalsvatn í rúmlega 50 ára og byggt þar upp góða aðstöðu sem margir Akurnesingar hafa fengið að njóta í gegnum tíðina.

Ágúst Heimisson formaður Skátafélags Akraness og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra skrifuðu nýverið undir samning þess efnis. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, var viðstaddur þegar samningurinn var undirritaður. 

Þar með hefur Skátafélagið tryggt svæðið til framtíðar fyrir aðstöðu sína og það góða starf sem unnið er hjá félaginu.