Rúmlega 130 keppendur frá ÍA tóku þátt á REY Cup mótinu sem er fjölmennasta knattspyrnumótið fyrir iðkendur í 3. og 4. flokki.
ÍA sendi til leiks 3 lið í 3. flokk karla, 5 lið í 4. flokki karla og 2 lið í 4. fl. kvenna. 3. flokkur kvenna tók ekki þátt vegna keppnisferðar til Bandaríkjanna.
A-lið ÍA í 4. flokki karla sigraði KA í úrslitaleik um sigurinn, 1-0, og er ÍA því REY Cup meistari 2024 í þessum aldursflokki.
ÍA3 vann sinn styrkleikaflokk í 4. flokki karla.