Sleðabrekkan við Garðavöll stækkuð myndarlega

Sleðabrekkan við Garðavöll á Akranesi hefur notið vinsælda í gegnum tíðina hjá íbúum á öllum aldri. 

Nýverið var sleðabrekkan stækkuð myndarlega og eflaust margir sem fagna þessari framkvæmd. 

Stækkun sleðabrekkunnar er eitt af 6 verkefnum sem fékk flest atkvæði í hugmyndasamkeppninni „Okkar Akranes“ græn svæði. Barna – og ungmennaþing Akraneskaupstaðar hefur einnig sett fram slíkar óskir á sínum fundum. 

Verkefnið var unnið af Þrótti ehf, og GrasTec sá um að sá í hólinn. Það má búast við að hólinn fá grænan lit á sig fyrir haustið.