Íslandsmótið í pútti fyrir keppendur 60 ára og eldri fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi s.l.fimmtudag.
Þar voru keppendur alls 81 og voru Akurnesingar í fremstu röð í mótslok.
Keppt var í einstaklings – og liðakeppni.
Leikmenn frá Ísafirði, Reykjanesi, Borgarbyggð, Hvammstanga tóku þátt og 16 keppendur voru frá FEBAN á Akranesi.
Steinn Mar Helgason fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki. Hann var í silfurliði FEBAN karlaliðsins í liðakeppninni en þar voru Einar Jónsson og Sigurður Grétar Davíðsson í liðinu með Íslandsmeistaranum nýkrýnda.
Í liðakeppni kvenna náði FEBAN liðið frá Akranesi bronsverðlaunum, en liðið var þanni skipað: Guðrún Kr. Guðmundsdottir, Kolbrún Kjartansdóttir og Anna Eiriksdóttir.
FEBAN er Félag eldri borgara á Akranesi.