Káramenn með sjö stiga forskot í efsta sæti deildarinnar – fimm sigrar í röð

Lið Kára vann sinn fimmta leik í röð í gær á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Káramenn lögðu Knattspyrnufélag Vesturbæjar 4-0 og eru Skagamenn með sjö stiga forskot í efsta sæti deildarinnar, eða 42 stig eftir 17 umferðir. Víðir úr Garði kemur þar næst með 35 stig. 

Sigurjón Logi Bergþórsson skoraði fyrsta mark Kára og staðan var 1-0 í hálfleik.

Axel Freyr Ívarsson var næstur í röðinni á markalista Kára og Helgi Rafn Bergþórsson, bróðir Sigurjóns Loga, bætti við þriðja markinu með viðstöðulausu skoti eftir hornspyrnu. 

Björn Darri Ásmundsson með þrumuskoti af löngu færi. 

Kári er sem fyrr segir í efsta sæti deildarinnar. Kári hefur aðeins tapað einum leik í deildinni, í 4. umferð lok maí, gegn botnliði deildarinnar. 

Liðið á eftir fimm leiki en næsti leikur liðsins er gegn ÍH miðvikudaginn 21. ágúst.