Karlalið ÍA landaði frábærum 2-1 sigri í kvöld á útivelli gegn Íslands – og bikarmeistaraliði Víkings úr Reykjavík.
Þetta var annar sigur ÍA í röð í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu – og eru Skagamenn í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 19 umferðir.
Valdimar Þór Ingimundarson, sem lék með ÍA upp yngri flokka félagsins, skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víkinga strax á 6. mínútu.
Leikmenn ÍA létu það ekki slá sig út af laginu og Ingi Þór Sigurðsson jafnaði metin þremur mínútum síðar, staðan 1-1 eftir 9 mínútur.
Viktor Jónsson bætti enn einu marki við í markasúpu sumarsins en hann skoraði á 38. mínútu og kom ÍA í 2-1. Þetta var 15. mark Viktors í 19 leikjum og er hann markahæsti leikmaður deildarinnar.
Breiðablik er næsti mótherji ÍA. Blikar og Víkingar eru jafnir í efsta sæti deildarinnar með 40 stig eftir 19 umferðir. Leikur ÍA og Breiðabliks fer fram sunnudaginn 24. ágúst.