Skagamaðurinn Pétur Pétursson heldur áfram að safna stórum titlum sem knattspyrnuþjálfari

Skagamaðurinn Pétur Pétursson heldur áfram að safna titlum sem knattspyrnuþjálfari.

Pétur hefur landað 7 stórum titlum sem aðalþjálfari og verið aðstoðarþjálfari í 2 stórum titlum til viðbótar. Sem leikmaður varð Pétur Íslands – og bikarmeistari með ÍA og hollenskur bikarmeistari með Feyenoord.

Pétur er þjálfari kvennaliðs Vals sem sigraði i Mjólkurbikarkeppni KSÍ s.l. föstudag. 

Pétur hefur þjálfað kvennalið Vals frá árinu 2017. Undir hans stjórn hefur liðið landað Íslandmeistaratitlinum fjórum sinnum (2019, 2021, 2022, og 2023. Liðið er í góðri stöðu fyrir lokakafla Íslandsmótsins 2024. 

Valur hefur sigrað í bikarkeppni KSÍ tvívegis undir stjórn Péturs, 2023 og 2024. 

Pétur gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum sem þjálfari árið 2000 og hann var aðstoðarþjálfari KR þegar liðið varð Íslandsmeistari 2011 og 2013. 

Sem leikmaður ÍA varð Pétur Íslandsmeistari árið 1977 og bikarmeistari árið 1978 áður en hann fór til Feyenoord í Hollandi. Hann varð hollenskur bikarmeistari árið 1980. Árið 1986 snéri hann á ný í ÍA og varð bikarmeistari með liðinu.