Drífa þrefaldur Evrópumeistari í badminton

Skagakonan Drífa Harðardóttir heldur áfram að safna verðlaunum á alþjóðlegum mótum í badminton.

Drífa, sem keppir undir merkjum ÍA, varð á dögunum þrefaldur Evrópumeistari flokki 35 ára og eldri en keppt var í Belgíu nýverið. 

Drífa varð Evrópumeistari í sínum flokki í einliðaleik., tvíliðaleik og tvenndarleik. Keppendur voru rúmlega 1600. 

Árið 2021 og 2023 fagnaði Drífa heimsmeistaratitlum í tvíliðaleik og tvenndarleik í flokki +35 ára.

Drífa ólst upp á Akranesi en hún hefur verið búsett í Danmörku um margra ára skeið – en eins og áður segir keppt undir merkjum ÍA.