Hjörtur með draumahögg á Garðavelli

Hjörtur Hjartarson, fyrrum leikmaður ÍA í knattspyrnu, náði að slá draumahögg allra kylfinga þann 28. ágúst s.l.

Hjörtur, sem er félagsmaður í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi sló boltann ofaní holu í upphafshögginu á 3. braut Garðavallar. 

Hjörtur er þar með félagi í Einherjaklúbb Íslands.

Það geta ekki allir verið Einherjar og það sýnir tölfræðin glögglega.

Árlega eru innan við 1% kylfinga sem ná þessum áfanga eða rétt um 130 kylfingar árlega.

Samkvæmt tölfræðivef Einherjaklúbbsins er Hjörtur sá 31. sem fer holu í höggi á 3. holu Garðavallar.