Löður ehf. hefur sótt á ný um breytingar á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og deiliskipulagi Flatahverfis klasi 5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1.
Í lok febrúar á þessu ári var umsókn fyrirtækisins kynnt með ítarlegum hætti – þar sem að fyrirhugað er að setja upp bílaþvottastöð, bílaverkstæði og verslun í núverandi húsnæði við Innesveg 1.
Um er að ræða húsnæði þar sem að bílaumboðið Askja er með í dag – og verkstæði sem staðsett er við hliðina á Kallabakarí. Askja opnaði í lok mars á þessu ári sölu- og þjónustuumboð á Innnesvegi 1 Akranesi.
Í fundargerð Skipulags- og umhverfisráð Akraness frá því í júní á þessu ári lýsti ráðið yfir áhyggjum sínum yfir starfsemi að næturlagi og bað um endurskoðun á opnunartíma. Einnig var óskað eftir ítarlegri gögnum um ytri áhrif frá starfseminni er varðar hljóðvist, lykt og ljósmengun. Ný gögn vegna málsins hafa verið lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð hefur skipulagsfulltrúa að halda kynningarfund um væntanlega deiliskipulagsbreytingu
Löður hafði áður sótt um að setja upp sjálfvirka bílaþvottastöð við bensínafgreiðslu Orkunnar við Skagabraut 43. Ekkert verður að byggingu á húsi undir bílaþvottastöð við Skagabrautina.
Bílaþvottastöðin Löður var stofnuð árið 2000. Skel er eigandi Löðurs en fyrirtækið er með 15 bílaþvottastöðvar á landinu öllu.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu frá því í febrúar á þessu ári kemur fram að minniháttar breytingar verði gerðar á á núverandi útlit húss vegna breyttrar notkunar. Annað er óbreytt.
Ítarleg skýrsla hefur verið gerð um ljósmengun og hljóðvist.
Í skýrslunni um ljósmengunn er lagt er til að reist verði tæplega tveggja metra há girðing á lóðamörkum sem grípi mögulega truflandi ljósgeisla í íbúðum við Hagaflöt 11.