Ólympískar lyftingar á Akranesi

Stofnuð hefur verið lyftingadeild, fyrir Ólympískar lyftingar, undir merkjum Kraftlyftingafélags Akraness.

Lyftingadeild Akraness hefur verið skráð hjá Lyftingasambandi Íslands LSÍ og er æfingaaðstaða deildarinnar í húsakynnum Ægis Gym á Akranesi.

Með stofnun deildarinnar bætist í flóru þeirra fjölda íþróttagreina sem hægt er að iðka á Akranesi og leysir þann vanda að núverandi iðkendur í ólympískum lyftingum á Akranesi geti nú keppt fyrir félag í sínu sveitarfélagi.

Upplýsingar fyrir áhugasama gefur Helgi Arnar Jónsson formaður nýstofnaðar deildar.

Á meðfylgjandi mynd, sem tekin er á stofnfundi deildarinnar, eru Daníel Magnússon, Helgi Arnar Jónsson formaður, Kristín Þórhallsdóttir fyrir hönd Kraftlyftingafélag Akraness, Gerald Brimir Einarsson, Viktor Ýmir Elíasson og Axel Guðni Sigurðsson.