Pílufélag Akraness bættist nýverið í hóp aðildarfélaga Íþróttabandalags Akraness, ÍA.
Pílufélagið fær nú sína eigin aðstöðu og getur í framhaldinu boðið upp á æfingar fyrir börn – og unglinga.
Framtíðaraðstaða Pílufélags Akraness er ekki tilbúinn en félagið mun æfa í kjallara íþróttahúsins við Vesturgötu.
Starf félagsins er í miklum vexti og fjöldi félagsmanna hefur tvöfaldast á s.l. ári.
Keppendur úr röðum Pílufélags Akraness hafa látið að sér kveða á ýmsum mótum á undanförnum misserum.
Gunnar H. Ólafsson mun keppa í úrvalsdeild á næsta tímabil í einstaklingskeppni – en þar keppa 16 einstaklingar í mótaröð. Þrír keppendur úr Pílufélagi Akraness keppa í næst efstu deild á næsta tímabili.
Aðildarfélag innan raða ÍA eru:
Badminton
Blak
Fimleikar
Golf
Hestamennska
Hnefaleikar
Karate
Körfubolti
Kári/Knattspyrna
Keila
Klifur
Knattspyrna
Kraftlyftingar
Ólympískar lyftingar
Sigurfari – siglingar
Skipaskagi – ungmennafélag
Skotfimi
Sund
VFÍA – mótorsport
Þjótur -íþróttir fyrir fólk með fötlun.