Áhugaverður þáttur um Akrafjall

Garpur I. Elísabetarson hefur á undanförnum árum verið með áhugaverða þætti á Visir.is, Okkar eigið Ísland.

Í þáttunum fer Garpur víðsvegar um Ísland og segir frá áhugaverðum stöðum sem hægt er að nýta til útivistar. 

Garpur og Skagamaðurinn Guðjón Sigurðsson fara upp á Akrafjall í þessum þætti – og eins og sjá má er útsýnið frábært til allra átta á fjallinu.