Útskrift rafiðnaðarmanna eftir sveinspróf fór fram á Hótel Hilton í Reykjavík um s.l. helgi. Alls útskrifuðust 119 einstaklingar með sveinspróf. Alls útskrifuðust 7 nemendur frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi við þetta tilefni – 6 í rafvirkjun og 1 rafeindavirki.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Trausti Gylfason kennari við FVA skrifaði.
Föngulegur hópur nýútskrifaðra rafvirkja frá FVA. Talið frá vinstri, Aron Elvar Dagsson, Árni Salvar Heimisson, Andri Steinn Björnsson, Dagur Smári Pétursson, Guðjón Ágúst Aðalsteinsson og Bjarki Brynjarson, allir með útskriftarskírteini sitt.
Sveinspróf fara fram bæði í febrúar og júní á hverju ári.
Sveinar eru orðnir um tvöhundruð og fimmtíu á þessu ári og hafa aldrei verið fleiri. Samt vantar enn í nýliðun í stéttina.
Nám í rafvirkjun er 6 annir í FVA og aðsókn alltaf góð. Námið og starfið hentar öllum kynjum og býður sannarlega upp á fjölbreytta möguleika og tækifæri, t.d. í snjallvæðingu, stýringum, lýsingatækni o.m.fl.
Nútímasamfélag gerir sífellt meiri og strangari kröfur til kunnáttu tæknimanna og er þessi hópur sannarlega góð viðbót við það sem koma skal.
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi óskar útskriftanemum til hamingu með áfangann og velfarnaðar í leik og starfi en við erum sannarlega á fullri ferð í framtíðarþróun margvíslegra tæknilausna.