Fjölskylda Péturs Sigurðssonar afhenti nýverið rúmlega 4 milljónir kr. til Vonar – sem er félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar Landsspítalans í Fossvogi.
Pétur lést á Gjörgæslunni í júní á þessu ári – og safnaði fjölskyldan, vinir, samstarfsmenn Péturs, Golfklúbburinn Leynir og aðrir velunnarar í gegnum hlaupahóp Péturs í Reykjavíkurmaraþoninu – ásamt söfnun á meistaramóti Leynis.
Upphæðin sem safnaðist var rúmlega 4 milljónir kr. og afhenti Gunnhildur Björnsdóttir, eftirlifandi eiginkona Péturs, féð ásamt mynd af Pétri með þakklætistexta frá aðstandendum Péturs.