Besti árangur kvennaliðs ÍA á Íslandsmótinu frá árinu 2018

Kvennalið ÍA endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í knattspyrnu á þessu tímabili. 

Lokaumferðin fór fram um s.l. helgi en Austfjarðaliðið FHL og Fram úr Reykjavík fara upp í Bestu deildina, efstu deild.  

ÍA vann 8 leiki, gerði 2 jafntefli og tapaði 8 leikjum. 

Þetta er besti árangur kvennaliðs ÍA í næst efstu deild frá árinu 2018 þegar liðið endaði í 3. sæti. 

Árið 2015 náði ÍA að komast upp í efstu deild Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu – en ÍA féll úr efstu deild árið 2016. 

  • Árangur kvennaliðs ÍA á undanförnum árum:
  • 2024 – Lengjudeild, næst efsta deild – 5. sæti
  • 2023 – 2. deild – 2. sæti.
  • 2022 – 2. deild – 5. sæti.
  • 2021 – Lengjudeild, næst efsta deild – 10. sæti.
  • 2020 – Lengjudeild, næst efsta deild – 8. sæti.
  • 2019 – Lengjudeild, næst efsta deild – 8. sæti.
  • 2018 – Lengjudeild, næst efsta deild – 3. sæti.
  • 2017 – Lengjudeild, næst efsta deild – 5. sæti.
  • 2016 – Besta deildin, efsta deild – 10. sæti.