Lagt til að Akranesvelli verði snúið og ný aðalstúka verði samhliða Akraneshöll

Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar leggur til að viðamiklar breytingar verði gerðar á Jaðarsbakkasvæðinu – og þar á meðal á hinum sögufræga Akranesvelli – knattspyrnuvelli ÍA. 

Frá því í janúar árið 2022 hefur verið unnið að hugmyndum um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðaþjónustu við Jaðarsbakka.

Hér getur þú kynnt þér tillögu frá Basalt um um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbakka

 

Í fundargerð ráðsins kemur fram að næstu skref í skipulagi Jaðarsbakkasvæðisins verði eftirfarandi:  

  • Lagt er til að aðalstúku verði snúið samsíða Akraneshöll og samhliða því verði aðalvelli knattspyrnunnar snúið.
  • Lagt er til að fella starfshóp um Jaðarsbakka niður að svo stöddu og að skipulags- og umhverfisráð fái málið aftur á sitt borð til úrvinnslu.
  • Áfram verður tryggt gott samráð og samstarf við hagsmunaaðila í gegnum ráðið þegar ráðist verður í útfærslur og hönnun svæðisins.
  • Skipulagsfulltrúa verður falið að fullklára aðal- og deiliskipulag svæðisins í samvinnu við Basalt og í fullu samráði við ráðið og hagsmunaaðila.