Sunna Rún valin í U17 landslið Íslands

Skagamaðurinn Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U17 kvenna í knattspyrnu, hefur valið hóp fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2025.

Einn leikmaður úr röðum ÍA, Sunna Rún Sigurðardóttir, er í hópnum. 

Ísland er þar í riðli með Norður Írlandi, Póllandi og Skotlandi, en leikið er í Skotlandi dagana 1.-7. október.

Ísland er í A deild undankeppninnar, en liðið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur í B deild fyrir aðra umferð undankeppninnar í vor. Þau sjö lið sem vinna riðlana sína í A deild í seinni umferð undankeppninnar fara áfram í lokakeppnina sem verður haldin í Færeyjum 4.-17. maí 2025.

 

Hópurinn er þannig skipaður: 

Anna Arnarsdóttir – Keflavík
Sunna Rún Sigurðardóttir – ÍA
Elísa Birta Káradóttir – HK
Eva Steinsen Jónsdóttir – Augnablik
Anika Jóna Jónsdóttir – Víkingur R.
Arnfríður Auður Arnarsdóttir – Grótta
Rebekka Sif Brynjarsdóttir – Grótta
Fanney Lísa Jóhannesdóttir – Stjarnan
Sóley Edda Ingadóttir – Stjarnan
Edith Kristín Kristjánsdóttir – Breiðablik
Anna Heiða Óskarsdóttir – FH
Thelma Karen Pálmadóttir – FH
Hildur Katrín Snorradóttir – FH
Hrönn Haraldsdóttir – FH
Kristín Magdalena Barboza – FHL
Ísold Hallfríðar Þórisdóttir – KH
Ágústa María Valtýsdóttir – ÍBV
Elísa Bríet Björnsdóttir – Tindastóll
Birgitta Rún Finnbogadóttir – Tindastóll
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir – HK