Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson leikur með enska liðinu Preston North End – en liðið leikur í næst efstu deild á Englandi.
Preston komst áfram í 16-liða úrslit enska deildabikarsins og þar verður Arsenal mótherji liðsins.
Stefán Teitur hefur frá barnæsku haldið með liði Arsenal og verður það án efa skemmtilegt fyrir landsliðsmanninn að fá tækifæri að mæta liðinu í lok október.
Stefán Teitur er fæddur árið 1998 en hann var leikmaður Silkeborg í Danmörku áður en hann var keyptur til enska liðsins um mitt þetta ár.