Skagamaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson skrifaði nýverið undir nýjan samning við danska knattspyrnuliðið FC Nordsjælland.
Daníel er fæddur árið 2007 og er því 17 ára. Hann gekk til liðs við FCN fyrir rúmlega ári en hann hefur leikið U-19 ára liði FCN frá því að hann kom til Danmerkur.
„Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning. Ég stefni á að halda áfram að bæta mig sem leikmaður – og það er ánægjulegt að fá tækifæri að halda því áfram hjá þessu frábæra félagi. Ég taldi það rétt fyrir mig á þessum tímapunkti að vera áfram á þessum stað – hér líður mér vel. Það sem er í gangi hjá FCN er mjög spennandi – hér er ég að æfa og spila með mörgum sterkum leikmönnum – og þeir hjálpa mér að verða betri með hverjum deginum sem líður,“ segir Daníel Ingi í viðtali á heimasíðu félagsins.