Kraftmiklir útskriftarnemar FVA gróðursettu tré við þjóðveginn

Útskriftarnemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands ásamt kennurum tóku nýverið þátt í gróðursetningu við þjóðveginn til Akraness – í samvinnu við Skógræktarfélag Akraness. 

Hópurinn gróðursetti nokkur tré, birki, ilmreyni, sitkagreni og aspir.

Í tilkynningu Skógræktarfélagsins kemur fram að gróðursetningin hafi gengið fljótt og vel hjá þessu röska unga fólki sem öll lögðu sig fram um að vanda til verka. Enda munu þessi tré þurfa að þola alls konar veður allan ársins hring og fá ekkert skjól. Þeim er ætlað að mynda skjólbelti í framtíðinni. Veðrið var fínt miðað við október, fremur hlýtt og engin úrkoma.