Þrjú verkefni sem unnið er að á Breið fengu styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands

Þrjú verkefni sem unnið er að í nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi fengu á dögunum styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands – alls 10 milljónir kr. 

Gramatek, sem er Anna Nikulásdóttir og Daniel Schnell, hafa byggt upp á undanförnum árum fékk 7 milljónir kr. í öndvegisstyrk til að vinna að talsetningu námsefnis.  

Gunnar Ólafsson frá ALGÓ fékk tvær milljónir í þróun sæmetis úr þara. 

Sara Hauksdóttir fékk eina milljón í þróun apps við upplýsingar um staðhætti í ferðamennsku.

Samtals var úthlutað tæpum þrjátíu og fjórum milljónum. Tuttugu milljónum í öndvegisstyrki og tæpum fjórtán milljónum í atvinnuvega og nýsköpunarstyrki.