Kalman listafélag býður til tónlistarveislu í Vinaminni, í samvinnu við TonSagaNor (tonsaganor.com), fimmtudaginn 10. október kl. 20. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Þar verður sannkölluð tónlistarupplifun í tali, tónum og myndum undir yfirskriftinni ,,Eyjar í norðri“ með þeim Kolbeini Jóni Ketilssyni tenór, Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara, Guðna Franzsyni klarinettuleikara og Bergsveini Birgissyni rithöfundi.
Kolbeinn Jón Ketilsson, hefur sungið mörg stærstu tenórhlutverk óperubókmenntanna og komið fram í óperum á öllum Norðurlöndum, í Norður Ameríku og víðsvegar um Evrópu, m.a. í Staatsoper í München, Parísaróperunni, San Carlo í Napoli og óperuhúsunum í Genf, Dresden, Marseille, Valencia og Lissabon sem og á Tónlistarhátíðinni í Salzburg. Hann hefur starfað með mörgum þekktustu hljómsveitarstjórum heims, m.a. Antonio Pappano, Lorin Maazel og Zubin Metha og leikstjórum eins og Jonathan Miller, Pier Luigi Pizzi og Carlos Saura. Kolbeinn er listrænn stjórnandi TonSagaNor.
Helga Bryndís Magnúsdóttir lauk námi við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1987 sem einleikari og kennari og var Jónas Ingimundarson aðalkennari hennarþar. Framhaldsnám stundaði hún í Vínarborg og Helsinki. Eftir að námi lauk hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi bæði sem einleikari og kammermúsik ýmiskonar og þá ekki hvað minnst með söngvurum.
Guðni Franzson, lauk einleikara- og tónfræðaprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 hélt til framhaldsnám í Hollandi, hlaut til þess danskan Léonie Sonning styrk. Guðni hefur víða komið fram sem klarínettuleikari, hljóðritað fjölda geisladiska og leikið tónlist með Rússíbönum. Guðni var einn af stofnendum CAPUT árið 1988 fyrst sem klarínettuleikari svo sem stjórnandi. Hann hefur m.a. stýrt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Guðni vinnur sem tónsmiður mest fyrir leikhús og dans en Tóney er vettvangur fyrir tónlistarkennslu sem hann stofnaði árið 2007.
Bergsveinn Birgisson (f. 1971) er rithöfundur og fræðimaður með doktorsgráðu í norrænum dróttkvæðum. Hann hefur gefið úr skáld-sögur eins og Svar við bréfi helgu (2010) og Lifandilífslækur (2018), sem báðar voru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en einnig skapað nýjar víddir innan skáldsögunnar með verkum eins og Handbók um hugarfar kúa (2009) og Kolbeinsey (2021). Þá hefur hann í anda húmanisma skrifað sagnfræðibækur um mikilvægar persónur sögunnar sem „opinbera sagnfræðin“ hefur valið að gleyma s.s. Leitin að svarta víkingnum (2013) og Þormóður Torfason (2022).
Aðgangseyrir er kr. 4.000 en kr. 3.500 fyrir Kalmansvini.
Boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi.
Miðasala er við innganginn.
Missið ekki af einstökum listviðburði!