Samkomulag hefur náðst um kaup á Skaganum 3X á Akranesi. Stefnt er að því að hefja starfsemi að nýju strax í næsta mánuði.
Frá því að Skaginn 3X lýsti gjaldþroti í byrjun júlí hefur verið stefnt að því að selja eigur þrotabúsins í heilu lagi svo hægt yrði að halda starfsemi fyrirtækisins áfram í bæjarfélaginu.
Í dag var greint frá því að hópur fjárfesta hafi skrifað undir samkomulag um kaup á öllum búnaði og lausafé þrotabús Skagans 3X. Fyrirtækið sem tekur við heitir KAPP Skaginn efh. og er markmiðið að hefja rekstur sem allra fyrst og byggja upp starfsemi á Akranesi – og mun fyrirtækið leigja stóran hluta af húsnæðinu sem á athafnasvæðinu við Krókalón.
Í frétt á vef RÚV kemur fram að nýja félagið sé í meirihlutaeigu KAPP ehf,. Eignarhaldsfélagið VGJ, TECTRA S/A, auk lykilstarfsmanna nýja félagsins og ýmsir fjárfestar. Þar kemur einnig fram að stefnt sé að starfsemi hefjist á ný 1. nóvember – ef Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós á kaupin.
Nánar í þessari frétt á vef RÚV: