SkagaTV: Samantekt og myndasyrpa frá HEIMA-SKAGI 2023

Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI fór fram laugardaginn 28. október á Akranesi. Hátíðin var vel sótt og veðrið lék við hátíðargesti. 

Hátíðin fór fyrst fram árið 2019 – og í ár var eftirspurnin eftir miðum mun meiri en framboðið. 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var heiðursgestur hátíðarinnar, og setti hann HEIMA-SKAGA með „formlegum“ hætti í húsinu Lykkju við Skólabraut. 

Að venju fóru viðburðir fram á fjórum heimilum í nágrenni við Bíóhöllina, einnig í Akraneskirkju, Blikksmiðju Guðmundar, Bárunni Brugghúsi, lageraðstöðu Ísólfs, Rakarastofu Hinriks og Lögheimili. 

Á HEIMA-SKAGA tónlistarhátíðinni ganga tónleikagestir á milli tónleikastaða og velja þau atriði sem vekja áhuga þeirra. 

Skagafréttir.is söfnuðu saman myndbands – og ljósmyndefni frá viðburðum hátíðarinnar. Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn.