Arna Lára leiðir lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi – Valgarður ekki á lista

Arna Lára Jónsdóttir mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum sem eru framundan. 

Anna Lára er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar.  

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti á listanum, en hann er búsettur á Akranesi. 

Valgarður Lyngdal Jónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi, er ekki á listanum en hann var í efsta sæti listans í kosningunum 2021.  

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi:

1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar.
2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ.
3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi.
4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra.
5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi.
6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði.
7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki.
8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum.
9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð.
10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu.
11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd.
12. Bakir Anwar Nassar – starfsmaður Húsasmiðjunnar.
13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð.
14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður.