ÍATV fékk menningarverðlaun Akraness 2024

Menningarverðlaun Akraness voru afhent í gær og ÍATV fékk viðurkenninguna í ár – en þetta er í 18. sinn sem menningarverðlaun Akraness eru afhent. 

ÍATV var sett á laggirnar árið 2015 en að verkefnið er unnið af öflugum hópi sjálfboðaliða. ÍATV er í fremstu röð á landsvísu hvað varðar útsendingar frá íþróttaviðburðum sem félög innan raða ÍA standa að. 

ÍATV unnu fjölmiðlaverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 vegna vefútsendinga frá knattspyrnuleikjum.

Nánar á vef Akraneskaupstaðar.