Akraneskaupstaður veitti nýverið umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2024.
Fjölmargar tilnefningar bárust og var þeim skipt niður í 5 mismunandi viðurkenningarþemu sem eru:
- Falleg einbýlishúsalóð – þar sem er horft til umhirðu húss og lóðar, hönnunar, notkunar möguleika og fjölbreytileika í gróðri.
- Tré ársins – þar sem er horft til útlits og menningarlegs gildis einstakra trjáa.
- Endurgerð gamalla húsa – þar sem horft er á vinnu og framkvæmd á varðveislu gamalla hús
- Hvatningarverðlaun – eru veitt þeim sem staðið hafa að endurbótum húss eða lóðar og vel hefur tekist til.
- Samfélagsverðlaun – eru veitt hópum eða einstaklingum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins
Viðurkenningar þetta árið hlutu:
Falleg einbýlishúsalóð
Ásabraut 21
- Anna Júlía Þorgeirsdóttir
- Alexander Eiríksson
Tré ársins
Sitkagreni – Kirkjubraut 60
- Sigurjón Már Birgisson
- Þórey Helgadóttir
Endurgerð gamalla húsa
Skagabraut 40
- Sigurbjörg Kristín Jónsdóttir
- Daníel Friðrik Haraldsson
Endurgerð gamalla húsa
Skólabraut 20
- Lilja Líndal Aðalsteinsdóttir
- Guðni Hannesson
Hvatningarverðlaun
Háteigur 10
- Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir
- Bragi Steingrímsson
Samfélagsverðlaun
Frískápur – Ágústa Sverrisdóttir
Frískápurinn á Akranesi opnaði í júní á síðasta ári. Hann er samfélagsverkefni með það markmið í huga að sporna við matarsóun. Í frískápinn mega allir koma með neysluhæfan mat og taka úr honum.
Við frískápinn á Akranesi starfa nokkrir sjálfboðaliðar sem aðstoða við að halda honum gangandi.