Karlalið ÍA sigraði lið Snæfells frá Stykkishólmi í gær, 94-79, í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfuknattleik.
Þetta var fjórði sigur ÍA í röð og er liðið í efsta sæti með 4 sigra og 1 tap. Í síðustu viku lagði ÍA lið Skallagríms í Borgarnesi og má því með sanni segja að ÍA sé með sterkasta liðið á Vesturlandi nú um stundir.
Mynd af fésbókarsíðu KFA – Jón Gautur. H.
Skagamenn byrjuðu með miklum krafti og komust í 30-15 eftir fyrsta leikhluta. Í hálfleiks var staðan 55-30. Snæfell náði að laga stöðuna í síðari hálfleik – lokatölur 94-79.
Kynion Hodges skoraði 21 stig fyrir ÍA og var með 8 stolna bolta og 7 fráköst. Kristófer Már Gíslason skoraði 19 stig fyrir ÍA, Styrmir Jónasson var með 14 stig og 5 stoðsendingar. Victor Bafutto skoraði 15 stig og 15 fráköst.
Leikurinn var sýndur á ÍATV – nánar hér fyrir neðan.
Tölfræði leiksins í heild sinni er hér:
Næstu leikir ÍA eru:
9. nóvember – KV – ÍA 20:15 (Meistaravellir KR húsið).
15. nóvember – ÍA – Breiðablik 19:15 (Vesturgata Akranes).
21. nóvember – Hamar – ÍA 19:15 (Hveragerði).
29. nóvember – ÍA – Fjölnnir 19.15 (Vesturgata Akranes).