Gabríel Snær Gunnarsson, Jón Breki Guðmundsson, Styrmir Jóhann Ellertsson og Birkir Hrafn Samúelsson tóku þátt með íslenska U-17 ára landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fór hér á landi.
Íslenska liðið, undir stjórn Skagamannsins, Lúðvíks Gunnarssonar, náði að komast áfram úr riðlinum sem leikinn var hér á landi.
Ísland vann Norður-Makedóníu þann 30. október 4-1.
Þann 2. nóvember lék Ísland gegn Eistlandi og sá leikur endaði 3-1 fyrir Ísland.
Í lokaleiknum sem fram fór 5. nóvember gerði Ísland 2-2 jafntefli gegn Spánverjum.
Ísland endaði í 2. sæti með jafnmörg stig og Spánverjar – sem var með betri markatölu.
Gabríel Snær, Jón Breki, Styrmir og Birkir Hrafn eru allir leikmenn ÍA og var Akranesliðið með flesta leikmenn í leikmannahópi U-17 ára landsliðsins að þessu sinni.