Sundfólk úr röðum Sundfélags Akraness hefur náð góðum árangri á fyrstu keppnisdögum Íslandsmótsins í 25 metra laug.
Einar Margeir Ágústsson, íþróttamaður Akraness 2023, tryggði sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu með því að sigra í 100 metra fjórsundi á 54,36 sekúndum. Einar Margeir fer því á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi í desember n.k.
Einar Margeir varð annar í 50 metra skriðsundi á nýju Akranesmeti, 22,53 sekúndur og bætti hann gamla metið töluvert en það var 25,77 sekúndur – sem sett var í september á þessu ári.
Guðbjarni Sigþórsson varð Íslandsmeistari í unglingaflokki í 100 m. fjórsund á 59,04 sekúndum. Hann fékk einnig bronsverðlaun í fullorðinsflokki í þessari grein og bætti tíma sinn töluvert, 58,44 sek.
Guðbjarni varð fjórði í 50 metra skriðsundi á 23,64 sek. sem er nýtt Akranesmet í unglingaflokki – en Einar Margeir átti metið, 23,77 sek.
Sunna Arnfinnsdóttir fékk bronsverðlaun í unglinga – og fullorðinsflokki í 200 metra flugsundi. Hún synti á 2.30,54 mín.
Nánar á fésbókarsíðu Sundfélags Akraness.