Dreifing á nýjum sorptunnum hefst í dag á Akranesi

Í dag hefst dreifing sorptunna á heimili á Akranesi.

Björgunarsveitin sér um að dreifa nýjum sorptunnum á öll heimili og er áætlað að dreifingu verði lokið fyrir lok nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. 

Markmið breytinga í sorpmálum er að bæta flokkun, stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs, og minnka þannig förgun úrgangs eins og frekast er kostur til að styðja við hringrásarhagkerfið.

Nánar á vef Akraneskaupstaðar: