Ný verksmiðja við Grundartanga gæti skapað 170 ný störf

Njörður Holding ehf. hef­ur kynnt sveit­ar­stjórn Hval­fjarðarsveit­ar og bæj­ar­stjórn Akra­ness áform þess efnis að byggja magnesíumverksmiðju við Grundartanga.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Stefán Ás Ingvarsson, forstjóri fyrirtækisins, segir í viðtali að stefnt sé að fyrstu skóflustungu árið 2026. 

Verk­smiðjan mun vinna magnesí­um úr sjó með nýrri aðferð sem Njörður hef­ur þróað og er sjálf­bær og um­hverf­i­s­væn. Fyritækið gæti skapað allt að 170 störf þegar verksmiðjan hefur rekstur. Áætlaður kostnaður við byggingu verksmiðjunnar eru 30 milljarðar kr. 

Stefán seg­ir reynslu­mikla aðila standa að verk­efn­inu. Sjálf­ur er Stefán raf­magns­verk­fræðing­ur með rann­sókn­araðstöðu við Stan­ford-há­skóla í Kali­forn­íu, þar sem hann býr og starfar.