Glæsilegur árangur hjá sundfólki úr röðum ÍA

Sundfólk úr röðum ÍA náði glæsilegum árangri á Íslands – og unglingameistaramótinu sem fram fór um s.l. helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. 

Alls voru 8 keppendur frá ÍA en keppendur voru alls 174 og komu frá 10 félögum víðsvegar af landinu.

Uppskeran var góð hjá ÍA, alls þrjú gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og sjö brons verðlaun. 

Akranesmet voru bætt í sex greinum og tvívegis var lágmarki fyrir HM náð. 

Einar Margeir Ágústsson var í fantaformi og varð Íslandsmeistari í 100 m fjórsundi á 54,36 og í 200 m bringusundi á 2.10.52, þessi sund tryggðu Einari þáttökurétt á  Heimsmeistaramótið fullorðna sem fram fer 10-15 desember í Búdapest.

Einar vann svo  silfur í 50m skriðsundi á 22.53 og í 50m bringusund á 27,17 aðeins 0,17 frá fyrsta sæti.

Í hvert skipti sem Einar stakk sér til sunds setti hann Akranesmet, hann bætti líka Akranesmetið í 100m skriðsundi þegar hann synti á 50.23 í fyrsta sprett í boðsundi.

Guðbjarni Sigþórsson stóð sig vel og varð unglingameistari í 100 m fjórsundi á 58,44 sek. Hann bætti sig um sekúndu frá því í fyrra. Í sama sundi varð hann í 3. sæti í fullorðins flokki.
Guðbjarni bætti Akranesmetið í 200m skriðsundi og hafnaði í fjórða sæti á tímanum 1.53.18 og hann setti líka nýtt Akranesmet í Unglingaflokki í 50m skriðsundi á 23.64. Glæsilegir tímar hjá Guðbjarna.

 

Sunna Arnfinnsdóttir átti góða helgi og vann silfur og sex brons.
þrjú brons í fullorðins flokki, í 200 m. flugsundi, 100 m. baksundi og 200 m. baksundi.
Og í unglingaflokki vann hún silfur í 200 m. baksundi, brons í 200 m. flugsundi og 100 m. og 200 m. baksundi.

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir stóð sig vel og synti sig inn í úrslit í 50 m. baksundi og varð nr. 8 alveg við sína bestu tíma. Hún var mjög nálægt því að komast í úrslit í 50 m flugsundi þegar hún bætti sig um 0,5. 

Kajus Jatautas synti sig inn í úrslit í 100 m baksundi og bætti sig um 0,5 sekúndu. Hann bætti sig líka í 50 m., 100 m. og 400 m. skriðsundi. Hann átti mörg góð sund um helgina

Sunna Dís átti glæsilegt mót, og bætti sig í öllum sundum, sérstaklega í 100m skriðsundi en þar synti hún mjög vel og bætti sig um 3,96 sekúndur þegar hún kom í bakkann á 1.04.07.

Karen Anna okkar yngsti keppandi keppti til úrslita í 1500 m skriðsundi, og hafnaði í sjöunda sæti.
Hún bætti sig í þremur öðrum sundum, 50 m. skriðsundi, 100 m. skriðsundi og 200 m. skriðsundi. 

Krístjan mætti til leiks til að synda boðsund og stóð sig frábærlega og hjálpaði strákunum til að ná góðum úrslitum í boðsundi.

Skagaliðið með Kristjáni, Kajus, Einari Margeiri og Guðbjarna náðu fjórða sæti í 4×50 fjórsundi karla og 4×100 skriðsundi karla með SH 1, SH 2 og IRB í sætum fyrir framan sig.

Í blönduðu boðsundi var okkar lið einnig í fjórða sæti.
4×50 fjór boðsund skipaði liðið þau Sunna A., Einar Margeir, Guðbjarni og Sunna Dí.

Í 4×50 skrið boðsundi syntu  Guðbjarni, Einar Margeir, Sunna A og Ingibjörg Svava.

Stelpurnar urðu í sjötta sæti  í 4×100 skriðsund og 4×100 fjórsund. Sveitina skipuðu þær Sunna A, Sunna Dís, Karen Anna og Ingibjörg Svava og þær höfnuðu svo í sjöunda sæti í 4x50m fjór boðsundi

Úrslitasund í fullorðinsflokki:

Íslandsmeistarar:
Einar Margeir Ágústsson 100 m fjórsund og 200m bringusund

Silfur:

Einar Margeir Ágústsson 50m skriðsund og 50m bringusund

Brons:
Guðbjarni Sigþórsson 100 m fjórsund
Sunna Arnfinnsdóttir  200m flugsund, 100m baksund og 200m baksund

  1. sæti
    Guðbjarni Sigþórsson 50m skriðsundi og 200m skriðsundi
    Sunna Arnfinnsdóttir 400m fjórsundi

    5. sæti
    Guðbjarni Sigþórsson 100 m skriðsund
    6. sæti
    Kajus Jatautas 100 m baksundi

    7. Sæti
    Karen Anna Orlita 1500m skriðsundi
    8. sæti:
    Ingibjörg Svava Magnúsardóttir 50 m baksund

    Verðlaun í flokki unglinga:

    Unglingameistarar:


Guðbjarni Sigþórsson 100 m fjórsund

Silfur:
Sunna Arnfinnsdóttir 200 m baksund

Brons:
Sunna Arnfinnsdóttir 400 m fjórsundi, 200m flugsund, 100m baksund


Akranesmet fullorðinna
Einar Margeir Ágústsson
100 m fjórsund 54,36 sek.  Gamla metið átti hann sjálfur 55,75 sek. frá því í október í ár.

50m bringusund  27.17 gamla metið átti hann sjálfur 27,24 frá því í fyrra
50m skriðsundi 22,53 gamla metið átti hann sjálfur á 22,71 frá september í ár
200 m bringusund 2.10,52 mín. Gamla metið átti hann sjálfur 2.12,15 mín. frá því í fyrra.
100 m skriðsund 50,23 sek. Gamla metið átti hann sjálfur 50,46 sek. frá því í fyrra

Guðbjarni Sigþórsson:
200 m skriðsund 1.53,18 mín. Gamla metið átti hann sjálfur frá því í fyrra á 1.53.77

Akranesmet unglinga:
Guðbjarni Sigþórsson 50 m skriðsund 23,64 sek. Gamla metið átti Einar Margeir á 23,76