Karlalið ÍA vann góðan sigur gegn Breiðabliki í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfuknattleik í gærkvöld.
ÍA hefur nú unnið fimm leiki af alls sjö það sem af er tímabilinu og er liðið í þriðja efsta sæti deildarinnar.
Fyrir leikinn voru ÍA og Breiðablik bæði með 8 stig og gefur sigurinn liði ÍA byr undir báða vængi fyrir framhaldið í deildinni.
Staðan var jöfn 18-18 eftir 1. leikhluta en ÍA náði yfirhöndinni í 2. leikhluta og staðana var 44-38 fyrir ÍA.
Þann mun gáfu heimamenn aldrei eftir og leikurinn endaði með 90-74 sigri ÍA.
Victor Bafutto lék vel fyrir ÍA í gær en miðherjinn stæðilegi frá Brasilíu skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og varði alls 5 skot – en hann er frákastahæsti leikmaður deildarinnar.
Srdan Stojanovic skoraði 23 stig og Kinyon Hodges skoraði 16.