Skagamennirnir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson léku báðir stórt hlutverk í 2-0 sigri Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram í Niksic í Svartfjallalandi.
Stefán Teitur var í byrjunarliði Íslands og Ísak Bergmann kom inná sem varamaður í síðari hálfleik -og gulltryggði sigur Íslands með glæsilegu skoti. Þetta var 3 mark Ísaks fyrir A-landslið karla.
Með sigrinum á Ísland möguleika á að ná öðru sæti riðilsins og þar með umspilssæti í A-deild keppninnar.
Ísland mætir liði Wales á útivelli á þriðjudaginn.