Þorrablót Skagamanna 2025 fer fram 15. febrúar og er undirbúningur hafinn hjá Sjötíu & og níu menningarfélagii.
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að styðja Þorrablót Skagamanna með sambærilegum hætti og undanfarin ár með endurgjaldlausum afnotum af íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar við Vesturgötu.
Sjötíu & og níu menningarfélag sendi inn fyrirspurn til bæjarráðs þar sem að óskað var eftir viðbótarstyrk frá Akraneskaupstað – vegna framleiðslu á annál Akurnesinga (Skagaskaupið).
Í umsókninni kom fram að annáll hvers árs sé á sama tíma söguleg heimild þar sem fjallað sé um þau málefni sem brenna á samfélaginu á hverjum tíma – og myndböndin séu ómetanleg heimild. Óskað var eftir 350.000 kr. í þetta verkefni en bæjarráð hafnaði erindinu.