Mæðrastyrksnefnd Akraness leitar að stuðningsaðilum úr samfélaginu sem geta aðstoðað við að gera jólahátíðina gleðilega fyrir þá aðila sem þurfa aðstoð.
Í tilkynningu frá nefndinni kemur fram að það bráðvanti fjármagn til þess að gera vel við skjólstæðinga nefndarinnar.
Fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar geta haft samband við nefndina í gegnum netfangið [email protected] eða lagt inn á reikning nefndarinnar.
Kt:411276-0829
Hb 0552-14-402048
Athygli er vakin á því að einstaklingur getur fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattsstofni) allt að 350.000 kr. á ári, vegna gjafa og framlaga til félaga sem skráð eru á almannaheillaskrá Skattsins.
Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10.000 kr.